Útbúnaður

21.10.2021

Útbúnaður: Til þess að losna við sviða og rauðbólgin augu er ágætt að nota sundgleraugu, sérstaklega ef þú ert viðkvæm/-ur fyrir klór. Sumum finnst óþægilegt að fá vatn í nefið við sundiðkun og ef þetta er vandamál skaltu fá þér nefklemmu. Sundhettu eða eyrnatappa er einnig hægt að nota ef fólk vill síður fá vatn í eyrun, en sundhetta hlífir jafnframt hári, minnkar mótstöðu og er afar gott að hafa ef synt er í útilaug í frost.
Á heimasíðunni www.sundlaugar.is má finna upplýsingar um sundlaugar á Íslandi, opnunartíma ofl.