Tónaðu vöðvana með því að synda!

10.11.2021

Vatn er meira en 700 sinnum þéttara en andrúmsloft, sem gerir sund að betri æfingu fyrir vöðvana en annars konar þolþjálfun á landi. Með sundi, færðu virkilega góða þolæfingu ásamt því að styrkja vöðvana og tóna þá. Þjálfun í vatni eða sund veitir mikið viðnám, sem virkar eins og lóð gera í ræktinni. Hinsvegar í vatni getur þú stjórnað mótstöðunni og fengið jafna þjálfun á alla vöðvana og það er óþarfi að telja endurtekningarnar eins og í ræktinni. Mótstöðunni í vatninu stjórnar þú með því hversu hratt þú ætlar að synda. Því ákveðnar sem þú tekur á því því meiri mótstaða er í vatninu og meira álag á vöðvana en í vatninu tekur þú aldrei of þung lóð 🙂

Hugsaðu vel um líkama þinn. VATNIÐ VIRKAR!



Höfundur: Guðmundur Hafþórsson

Greinin er tekin af vefsíðunni Heilsumál og birt með leyfi höfundar

Heimild:
http://illumin.usc.edu/79/swimming-a-dragging-battle-against-the-forces-of-physics/