Af hverju þjálfun í vatni?

14.11.2022

Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að heilsurækt í vatni sé góð. Fyrst og fremst er þetta mjúk hreyfing og góð fyrir líkamann. Mjög lítil högg og þungi á liðina. Eykur liðleika og úthald ásamt því að styrkja flesta vöðva líkamans. Í vatnsþjálfun ertu staddur í heilli líkamsræktarstöð, þú ræður ákefðinni. Þú finnur mjög fljótt hvað vatnið er að gera fyrir þig. Þjálfun í vatni getur einnig verið frábær hreyfing á móti hlaupum og styrktarþjálfun í líkamsræktar sal.Textinn er fenginn af heimasíðunni https://gummihaff.wixsite.com/vatnsthjalfun/faq