Mikilvægi vatnsdrykkju

23.11.2022

Það er í hverri frumu, beinum, vefjum og líffærum og gegnir hinum ýmsu hlutverkum. Með nægri vatnsdrykkju yfir daginn erum við að styðja við heilbrigða og góða líkamsstarfsemi því ef við drekkum ekki nóg vatn mun það koma niður á heilsunni.

Líkami þinn þarf vatn til að:

Hjálpa til við að viðhalda réttum líkamshita
Halda blóðþrýstingi eðlilegum
Smyrja liði og liðamót
Hjálpa til við að losa okkur við úrgang með þvagi, hægðum og svitamyndun
Vernda lífsnauðsynleg líffæri, eins og heila og mænu
Hjálpa til við meltingu og minnka líkur á hægðatregðu
Flytja næringarefni um líkamann
Rannsóknir sýna að við þurfum að meðaltali um 2-2,5L af vatni á dag en oft hefur verið talað um að drekka um 30ml á hvert kg yfir daginn að meðaltali. Daglega missum við um 2-3L af vatni í gegnum öndun, svita, þvaglát og hægðir. Þá skulum við hafa í huga að við missum meira vatn þegar við erum t.d. í miklum hita, þegar við svitnum við líkamlega áreynslu, ef við förum í gufu og heit böð og ef við drekkum mikið af kaffi eða te, því koffínið er þvagörvandi og veldur auknu vökvatapi. Þá má ekki gleyma þeirri staðreynd að mikil streita veldur aukinni vatnslosun.

Merki þess að þú sért ekki að drekka nóg vatn:

Sársauki í liðamótum
Höfuðverkur
Vöðvaverkir
Hægðatregða
Orkuleysi
Þurr húð
Svimi
Dökkt þvag
Að þessu sögðu viljum við minna ykkur á mikilvægi þess að drekka nóg vatn og höfum í huga að drekka ekki bara vatn þegar við verðum þyrst því það getur verið eitt merki þess að við séum með vatnsskort.

Greinin er tekin af heimasíðu H-magasín