Frásögn frá Þingeyri

02.12.2022

Það er alltaf fjör á Þingeyri og sundgarparnir þar verið afar dugleg að vera með í Syndum. Það varð þó einn öðrum glaðari þegar hann var dreginn út í skráningarleik Syndum og fékk gjafapakka frá CRAFT í boði New Wave Iceland.
Hinn heppni heitir Sigurður Þórarinn Gunnarsson, á myndunum má sjá Sigurð taka við glaðningnum frá starfsmanni sundlaugarinnar ásamt sundgörpum. Sigurður syndir á hverjum degi og á meðan átakið stóð yfir synti hann hvorki meira né minna en 31.520 metra. Virkilega vel gert, þvílíkur kappi!
"Þetta var dásamlegur nóvembermánuður og við þökkum fyrir framtakið. Það verður gaman á næsta ári. Við hlökkum nú þegar til næstu keppni.
Kveðja frá Þingeyri"
Allir vinningshafar í skráningarleik Syndum hafa verið látnir vita en nöfn þeirra má finna hér