Syndum var sett í Ásvallalaug

04.11.2025

Syndum, landsátak í sundi var sett með formlegum hætti í Ásvallalaug mánudaginn 3. nóvember. Þetta er í fimmta sinn sem Syndum – landsátak í sundi er sett. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Þeir metrar sem landsmenn synda, á meðan á átakinu stendur, safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland.

Ávörp við setninguna fluttu Willum Þór Þórsson, forseti ÍSÍ, Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands og Valdimar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar.
Það voru svo 25 sundiðkendur á aldrinum 8-13 ára hjá Sundfélagi Hafnarfjarðar sem syntu átakið formlega í gang.

Fleiri myndir frá setningunni má sjá hér

ÍSÍ vill hvetja sem flesta að nýta allar þær frábæru laugar út um allt land til hreyfingar og heilsueflingar! Skráning í Syndum hér

UM VERKEFNIÐ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1. - 30. nóvember 2025. Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Í átakinu taka landsmenn sig saman og synda hringi í kringum Ísland en í fyrra náðist að leggja að baki 32.171 km sem er nærri 24 hringi í kringum Ísland
Syndum er verkefni undir Íþróttaviku Evrópu og er styrkt af Evrópuráðinu (European Commission).