Syndum 2025 er lokið

01.12.2025

Landsátakinu Syndum lauk 30. nóvember síðastliðinn en átakið hófst með setningu í Ásvallalaug mánudaginn 3. nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og Sundsambands Íslands (ÍSS), sem vilja með þessu hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið.

Syndum er viðburður undir Íþróttaviku Evrópu, sem fagnaði 10 ára afmæli í ár en markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Syndum er styrkt af Evrópuráðinu - European Commission

Til þess að taka þátt í átakinu skráðu þátttakendur sig til leiks á heimasíðu Syndum og skráðu metrana sem þeir syntu. Samtals lögðu landsmenn um 18.797,16 km (31.271 km) að baki, sem samsvarar rúmlega 14 hringjum (24) í kringum Ísland.

Það voru níu grunnskólar sem tóku þátt í Syndum að þessu sinni. Skólarnir í Reykjavík voru Engjaskóli, Foldaskóli, Hamraskóli og Rimaskóli, en þess má geta að allir þessir skólar eru í Grafarvogi. Á Suðurlandi voru það Sunnulækjarskóli (450) og Stekkjarskóli á Selfossi og Kirkjubæjarskóli. Á norðurlandi var það Borgarhólsskóli á Húsavík (200). Sundfélögin sem tóku þátt vorur Sundfélag Hafnarfjarðar (170) og Sundfélagið Óðinn á Akureyri.

Þátttakendur af öllu landinu skráðu metrana sína í alls 58 laugum. Sú laug sem var með flesta skráða metra var Ásvallalaug í Hafnarfirði með 10.005,13 km (11.580,74 km). Sundfélag Hafnarfjarðar á sannarlega sinn þátt í að koma Ásvallalaug á toppinn en það voru 170 iðkendur sem skráðu metrana sína. Virkilega vel gert og til hamingju Ásvallalaug með árangurinn!

Skráningareikur Syndum var í gangi á meðan átakið stóð yfir og fengu heppnir þátttakendur ýmist gjafabréf frá Craft eða Arena. Þann 1. desember voru svo 10 þátttakendur dregnir út og fengu Jóladagatal frá NIVEA. Hér má sjá alla vinningshafa.

Syndum er styrkt af Evropuráðinu - European Commission

ÍSÍ þakkar öllum þeim sem tóku þátt og hjálpuðu til við átakið. Frekari upplýsingar um átakið má finna á Syndum.is