Fréttir
24.10.2024
Syndum 2024 var sett í Ásvallalaug
Syndum, landsátak í sundi var ræst með formlegum hætti í Ásvallalaug í morgun í fjórða sinn. Markmiðið með Syndum er að hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi og nota meðal annars sund til þess. Þeir metrar sem landsmenn synda, á meðan á átakinu stendur, safnast saman og á forsíðu www.syndum.is verður hægt að sjá hversu marga hringi landsmenn hafa synt í kringum Ísland.
Lesa meira09.10.2024
Syndum hefst 1. nóvember
Syndum er heilsu- og hvatningarátak sem höfðar til allra landsmanna. Sund er fyrir alla óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sund er tilvalin þjálfunaraðferð þar sem sund styrkir hjarta- og æðakerfið, lungu og vöðva líkamans.
Lesa meira06.12.2023
Átakinu Syndum lokið með rúmlega 20 hringi í kringum Ísland
Landsátakinu Syndum lauk 30. nóvember síðastliðinn en átakið hófst með setningu í Kópavogslaug þann 1 . nóvember. Um er að ræða sameiginlegt átak Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og Sundsambands Íslands sem vilja með þessu hætti hvetja landsmenn til meiri hreyfingar í gegnum sundið.
Lesa meira