Sund sem þjálfunaraðferð
Hér að neðan er þjálfunarplan sem getur hjálpað þér að komast af stað með þína sundþjálfun.
Markmiðið er að byggja líkamann smá saman upp þar til að þú getur synt 900-1000 metra tiltölulega hratt eftir 12 vikur. Til að hafa einhverja viðmiðun við ákvörðun æfingaálags á uppbyggingartímabilinu, þ.e. til að hafa stjórn á því hvað við erum að gera, er einfaldast að styðjast við fjölda mínútna og/eða metra. Flestar sundlaugar á Íslandi eru 25 metrar á lengd og á flestum sundstöðum er hægt að sjá á klukku. Klukkan hjálpar þér við að synda eftir þeirri áætlun sem lögð er til í þessum bæklingi, auk þess sem hún gefur þér einnig möguleika á að finna hve ört hjarta þitt slær. Í gegnum öndunina og með því að hlusta á líkamann lærist fljótt að meta hvort hjartsláttur (púls) þinn er réttur.
Fyrir þá sem ætla að byrja að synda
og byggja þannig upp líkama sinn
er mikilvægt að byrja rólega. Ef þú
ferð of geyst af stað er nefnilega
hætt við því að löngun þín til þess
að æfa minnki en löngunin er lykillinn að áframhaldandi þjálfun