Upphitunaræfingar og teygjur
Góð upphitun gerir þér auðveldara
að synda og því skaltu hita vel upp.
Sérstaklega á það við um axlarliðina.
• Stattu upprétt/-ur. Settu fætur
örlítið í sundur og sveiflaðu örmunum upp fyrir höfuðið og í
hringlaga ferli. Framkvæmdu
æfinguna fyrst með beinum olnbogum og síðan með þá bogna.
Fyrst sveiflar þú áfram og síðan
afturábak.
• Stattu áfram upprétt/-ur, en nú
skaltu færa annan handlegginn
upp og hinn niður þangað til þeir
eru báðir í ystu stöðu, þ.e. teygðu
þá eins langt og þeir komast. Svo
skalt þú gera sömu æfingu öfugt.
Beygðu þig nú fram þannig að líkaminn sé í vinkil (90˚) og taktu
sundtak eins og lýst er hér að
framan (sundtækni). Reyndu að
útfæra æfingarnar þannig að
hreyfingin líkist þeirri sundaðferð
sem þú ætlar að nota
.
• Stattu áfram upprétt/-ur og teygðu handleggina upp fyrir höfuð.
Taktu handklæði og haltu í báða
enda eða eins utarlega og þú getur. Síðan skaltu færa það upp fyrir
höfuðið og aftur fyrir bak í átt að
mjöðmum (rassi). Eftir að hafa farið
nokkrum sinnum fram og til baka
með handklæðið minnkar þú bilið
milli handanna og gerir æfinguna
aftur.
•Sestu á gólfið og lyftu fótleggjum
frá gólfinu. Hreyfðu ökklana í
hringi fram og til baka.
• Þá er einnig hægt að hita upp
með því að synda nokkrar ferðir
rólega, framkvæma hreyfingar vel
og skipta á milli sundaðferða.
Teygjuæfingar
Eftir að hafa synt skalt þú alltaf –
óháð því hvernig líkamsástand þitt
er - teygja á vöðvunum meðan þeir
eru ennþá heitir. Með því kemur þú
í veg fyrir auma vöðva (harðsperrur)
og dregur úr smámeiðslum s.s. tognunum á liðböndum eða vöðvum.
Teygðu hægt á vöðvunum.
Haltu teygjunni í 20-30 sek.
Farðu hægt úr teygjunni.
Endurtaktu teygjuna.
Þú mátt „finna“ til á meðan þú
teygir (teygja að sársaukamörkum)
en ekki á eftir.
Þú átt að finna fyrir teygjunni í
„rauðu“ vöðvunum sbr. myndir.
Það
er rangt að teygja og slaka ört til
skiptis.
Mundu að vera í góðu jafnvægi
(halda góðri líkamsstöðu), slaka á
og ekki gleyma að anda eðlilega.